Shareholders Meeting

Shareholders Meeting

Aðalfundur Icelandair Group 24. apríl 2019 Hilton Reykjavík Nordica kl. 16.00 pm

Dagskrá:

1. Tillaga um heimild til stjórnar um hlutafjárhækkun vegna sölu á hlutafé til PAR Capital Management Inc. og tengdra félaga samkvæmt áskriftarsamningi

2. Tillaga um breytingar á samþykktum

Tillögur:

1. Tillaga um heimild til stjórnar um hlutafjárhækkun vegna sölu á hlutafé til PAR Capital Management Inc. og tengdra félaga samkvæmt áskriftarsamningi

Lagt er til að stjórn verði veitt heimild til að hækka hlutafé félagsins. Heimild þessi er ætluð til ráðstöfunar vegna fyrirhugaðrar áskriftar PAR Capital Managment Inc. og meðfjárfestis að nýju hlutafé í félaginu. Tillaga til hlutafjárhækkunar er svohljóðandi:

„Stjórn félagsins er heimilt að hækka hlutafé félagsins um allt að kr. 625.000.000 að nafnverði (krónur sexhundruð tuttugu og fimm milljónir), með áskrift nýrra hluta. Gengi skal vera samkvæmt samkomulagi um áskrift PAR Capital Management Inc. og tengdra félaga að nýju hlutafé í félaginu (9,03 á hlut). Hlutirnir skulu tilheyra sama hlutaflokki og annað hlutafé í félaginu. Hluthafar hafa ekki forgangsrétt til áskriftar að hinum nýju hlutum. Hinir nýju hlutir skulu veita réttindi í félaginu frá skrásetningardegi hlutafjárhækkunarinnar. Heimild stjórnar til hlutafjárhækkunar samkvæmt þessari málsgrein fellur niður þann 1.12.2019 að því marki sem hún er þá enn ónotuð.“

2. Tillaga um breytingu á samþykktum

Eftirfarandi breytingar, sem taka þegar gildi, skulu gerðar á samþykktum félagsins:

Grein 15.1 skal falla á brott í heild sinni.

Upplýsingar vegna aðalfundar.

Hluthafar eiga rétt á að leggja fram mál og/eða ályktunartillögur fyrir fundinn ef gerð hefur verið skrifleg eða rafræn krafa um það eigi síðar en 10 dögum fyrir fund, þ.e. í síðasta lagi kl. 16 sunnudaginn 14.april 2019. Hafi hluthafar karfist þess að tiltekið mál eða ályktun verði tekið fyrir verða endanleg dagskrá og tillögur uppfærðar á vefsíðu félagsins eigi síðar en þremur dögum fyrir aðalfundinn.

Hluthafar sem ekki eiga kost á að sækja fundinn geta veitt öðrum skriflegt umboð eða greitt atkvæði skriflega. Þeim hluthöfum sem hyggjast nýta sér annan hvorn þessara kosta geta:

a) Veitt umboð til að fara með atkvæði sitt á fundinum (sjá skjöl vegna fundar að neðan)

b) Skilað inn skriflegu atkvæði fyrir fundinn. Vilji hluthafi greiða atkvæði skriflega skal hann óska eftir þvi við regluvörð félagsins á netfanginu compliance@icelandairgroup.is eða í síma 50-50-300

Á hluthafafundum fylgir eitt atkvæði hverri einni krónu í hlutafé. Eigin bréf félagsins njóta ekki atkvæðisréttar.

Heildarfjöldi hluta í Icelandair Group þann 3. apríl 2019 er 4.812.660.653 króna sem skiptist í janfmarga hluti að nafnvirði 1 króna hver.

Aðrar upplýsingar.

Allar upplýsingar í tengslum við aðalfundinn verða birtar á þessari síðu.

Endanleg dagskrá og tillögur aðalfundar Icelandair Group verða birtar miðvikudaginn 17.apríl kl 16:00.

Atkvæðaseðlar og fundargögn verða afhent á fundarstað frá kl 15:30

INFORMATION IN ENGLISH